Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi árið 1949. Að því tilefni verður endurvakin Friðarpípan, spurningakeppni friðarsinnans, í Friðarhúsi.
Fyrirkomulagið er hefðbundið pöbb kviss, þar sem gestir mæta og spreyta sig á spurningum í tveggja manna liðum. Veglegir vinningar og skýr friðarboðskapur í spurningum – sem þó verða almenns efnis.
Öll velkomin. Keppnin hefst kl. 20.