Friðargöngur á Þorláksmessu

By 20/12/2015 Uncategorized
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið er með frá Hlemmi á slaginu kl. 18 með kerti í hönd til að leggja áherslu á kröfuna um frið í heiminum. Í göngulok er fundur á Austurvelli þar sem Andri Snær Magnason rithöfundur flytur ávarp. Fundarstjóri er Tinna Önnudóttir Þorvalds leikkona.
Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja í göngunni og í lok fundar. Umsjón er að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.
* * *
Á Akureyri verður að venju safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið kl 20.00 á Þorláksmessu og ganga saman niður á Ráðhústorg. Þar mun hann Hrafnkell Brynjarsson háskólanemi flytja ávarp og svo munu þær systur Eik Haraldsdóttir og Una Haraldsdóttir taka lagið. Allir velkomnir.
* * *
Á Ísafirði hefst gangan kl. 18. Lúðrasveitin spilar, Eiríkur Örn Norðdahl flytur erindi og Andrea Harðardóttir les ljóð.