Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli um að safna þyrfti fyrir viðhaldsframkvæmdum með því að bjóðast til að halda tónleika til fjáröflunar.
Þeir verða haldnir í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 23. júlí n.k. og hefjast kl. 20:30. Þar mun Hörður syngja og tala af kunnri list.
Verð kr. 1.500 (enginn posi á staðnum) og húsið verður opnað kl. 20. Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara!