Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

By 22/03/2006 Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars.
Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19.

Sigríður Kristinsdóttir, dyggur félagi í SHA sér um matseldina ásamt Systu

Matseðill:
Steiktur svínabógur með tilbehör
Indverskur kjúklingabaunaréttur
og úrval heimabakaðra brauða

Allt þetta fæst fyrir litlar 1.000 krónur.

Sigurborg Hilmarsdóttir og Kristján Eiríksson sjá um upplestur úr bók sem heitir Landafræði minninganna og er eftir króatísku skáldkonuna Spomenku Stimec, lesið verður úr seinasta kafla bókarinnar sem fjallar um stríðið í landinu upp úr 1990. Spomenka skrifar á esperanto og eru þetta þýðing úr því máli.