Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að þessu sinni er Björk Vilhelmsdóttir og er matseðillinn gæsilegur:
* Boðið verður upp á indverskan karrýkjúkling og karrý-grænmetisrétt, en réttirnir verða bornir fram með hrísgrjónum og salati með dressingu sem er unnin úr ólífuolíu frá Gaza.
* Í eftirrétt verður Aðalbláberjaterta Bjarkar.
Sigurður Karlsson þýðandi les úr bókinni Ariasman eftir Tapio Koivukari og gerir grein fyrir tilurð og vinnslu verksins. Ariasman er skáldsaga sem fengið hefur mikið lof og fjallar um Baskavígin á Vestfjörðum.
Borðhald hefst að venju á slaginu 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.