2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- og félagasamtök staðið fyrir sameiginlegri aðgerð þar sem hópur fólks hefur myndað friðarmerki með blys í hönd á Miklatúni/Klambratúni.
Athöfnin hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 2. október. Friðarsinnar eru þó hvattir til að mæta tímanlega. Kerti seld á staðnum á kr. 500.