Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa farið fram lágflugsæfingar í Eyjafirði. Æfingum þessum hefur verið mótmælt af norðanmönnum eins og lesa má um hér.
SHA minna á nokkurra ára gamalt lagafrumvarp Steinunnar Þóru Árnadóttur, fv. miðnefndarkonu í SHA, sem sjá má hér. Frumvarp þetta dagaði því miður uppi í meðförum þingsins, en hefði það orðið að veruleika, hefði sveitarstjórnum á Íslandi verið veittar heimildir til að úthýsa slíkum drápsæfingum í sinni lögsögu. Brýnt er að þessi réttarbót nái í gegn.