Skip to main content

Málsverður aprílmánaðar

By 24/04/2012June 5th, 2012

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. apríl n.k. og hefst borðhald að venju kl. 19.

Matseldin verður að þessu sinni sameiginlegt verkefni Láru Jónu Þorsteinsdóttur, Þorvaldar Þorlvaldssonar og Alvins Níelssonar, félaga í SHA.

Matseðill:

* Víðfræg fiskisúpa

* Grænmetissúpa

Nánari upplýsingar um dagskrá verða birtar síðar. Verð kr. 1.500.