Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er koma breska róttæklingsins og friðarsinnans Martyn Lowe til landsins.
Martyn Lowe hefur áratuga reynslu af baráttu á sviði friðarmála, ekki hvað síst í þágu baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Nánar má fræðast um ferilskrá hans hér.
Þótt Lowe sé kominn á eftirlaun, hefur hann sjaldan verið virkari. Um þessar mundir hefur hann t.d. sérstaklega sinnt baráttu gegn vígvæðingu í almennum vörusiglingum, sem réttlætt hefur verið með auknum sjóránum. Bloggsíða Martyns Lowe varpar ljósi á fjölbreytt áhugamál hans.
Allir velkomnir.