Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í SHA. Þar gerir hún að umfjöllunarefni fræga tónleika sem haldnir voru í Laugardalshöllinni á fyrri hluta níunda áratugarins í baráttu fyrir friði og afvopnun. Tónleikarnir Rokk gegn her og Við krefjumst framtíðar voru báðir í hópi merkari stórtónleika sem haldnir voru hér á landi á þessu árabili. Sjálfsagt er að hvetja lesendur Friðarvefsins til að kynna sér greinina.