Engar herstöðvar suður með sjó

By 30/11/2009 Uncategorized

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki:

Landsráðstefna SHA hafnar hugmyndum þeim sem kynntar hafa verið um rekstur einkaherstöðvar á Keflavíkurflugvelli, þar sem ætlunin er að þjónusta orrustuþotur sem notaðar eru til heræfinga. Slík starfsemi á ekkert erindi hér á landi og hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna.

Jafnframt árétta SHA kröfur sínar um að síðustu eftirhreytum bandarísku herstöðvarinnar á Miðnesheiði verði rutt á brott, s.s. kafbátafjarskiptastöðinni við Grindavík. SHA lýsa stuðningi við kröfur Grindvíkinga um að stöðinni verði lokað, hún fjarlægð og landinu skilað.