Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember.
Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, á undan hátíðarmálsverði Friðarhúss sem hefst kl. 19.
Á laugardeginum verða svo hefðbundin aðalfundarstörf frá kl. 11, en að loknum hádegismat verða flutt erindi af nýafstöðnu málþingi Norðurlandsdeildar SHA um friðar- og afvopnunarmál.
1. “Vald fjöldans: Andspyrna gegn heimsvaldabrölti í hnattvæddum heimi”. Edward Huijbens, dósent við HA fjallar um hugmyndir Michael Hardt og Antonio Negri um birtingarmyndir Valdsins og möguleika á andspyrnu gegn þeim
2. “Vestræn hernaðarstefna – sókn og hrunadans“. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, fjallar um hernaðarhyggju eftir tíma kalda stríðsins.
Þinginu lýkur svo eigi síðar en kl. 17.