Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir rekstur húsnæðisins, eru fjáröflunarmálsverðirnir góður félagslegur vettvangur fyrir hernaðarandstæðinga til að koma saman og leggja á ráðin.
Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að þessu sinni um eldamennskuna, sem tekur mið af árstímanum og nýjustu uppskeru á markaðnum.
* Rauðrófusúpa (Bortsj) með kjötsnúðum
* Tortilla (spænsk kartöflueggjakaka)
* Kaffi og gulrótarkaka
Verð kr. 1.500. Borðhald hefst kl. 19 föstudaginn 25. september.