Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. Að þessu tilefni efna Samtök hernaðarandstæðinga til útifundar á Austurvelli, kl. 17:00, mánudaginn 30.mars. Þar verður haldið á lofti kröfunni um að Ísland standi utan hernaðarbandalaga.
Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og María S. Gunnarsdóttir formaður MFÍK flytja stutt ávörp. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson formaður SHA.
Síðast en ekki síst verður botninn sleginn úr Nató á táknrænan hátt.
Friðarsinnar eru hvattir til að fjölmenna. Ísland úr Nató!