Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. Ljóst er að aðgerðirnar hafa kallað ólýsanlegar þjáningar yfir íbúa svæðisins og þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála. Samtökin taka undir kröfu félagsins Íslands-Palestínu þess efnis að íslenska ríkisstjórnin slíti stjórnmálasamstarfi við Ísraelsríki vegna fjöldamorðanna.
Íslendingar bera sína ábyrgð á stöðu mála vegna aðildar landsins að hernaðarbandalaginu Nató. Á undanliðnum árum hefur Nató átt í margvíslegum hernaðarsamskiptum við Ísrael og á leiðtogafundi bandalagsins í Búkarest á síðasta ári var sérstaklega ályktað að þróa bæri tengsl Nató og Ísraels enn frekar. Er það en nein sönnun þess að Ísland væri betur komið utan hernaðarbandalaga.
Jafnframt krefjast Samtök hernaðarandstæðinga þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að sett verði alþjóðlegt vopnasölubann á Ísrael.