Skip to main content
Monthly Archives

July 2013

WHO birti upplýsingarnar!

By Uncategorized
Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun úranvopna. Samstarfsaðilar okkar þar vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun þar sem ýtt er á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina að birta niðurstöður rannsókna á tíðni fæðingargalla í Fallujah.
Eins og fram kemur á síðu söfnunarinnar hafa heilbrigðisstarfsmenn í Fallujah horft upp á skuggalega háa tíðni fæðingargalla í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur staðið fyrir rannsóknum á þessu fyrirbæri, sem víst má telja að hægt sé að rekja til notkunar úranvopna. Hins vegar hefur reynst þrautin þyngri að fá stofnunina til að birta niðurstöður sínar.

 

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

By Uncategorized

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst n.k.

Á Akureyri verður athöfnin við Minjasafnstjörnina á Akureyri kl. 22. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg.

Gleymum aldrei fórnarlömbum sprengjanna fyrir 68 árum. Mótmælum jafnframt þeim hernaðaryfirgangi stórvelda sem enn viðgengst. Flotkerti fást á staðnum. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni.

Róttæki sumaráhskólinn – friðarmál

By Uncategorized

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér.

Vert er að vekja sérstaklega athygli á þremur málsstofum sem tengjast málefnum SHA:

Vilt þú standa að kertafleytingu?

By Uncategorized

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki árið 1945, sem og til að leggja áherslu á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Aðgerð þessi hefur upp frá því verið fastur liður í byrjun ágúst, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda að fleytingunni.

Ákveðið hefur verið að halda kertafleytinguna í ár þann 9. ágúst, á Nagasaki-daginn. Það er föstudagur en sá vikudagur hefur sárasjaldan orðið fyrir valinu.

Í gegnum tíðina hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum á landinu. Löng hefð er fyrir þessari aðgerð á Akureyri, en annars staðar hafa fleytingarnar verið stopulli. Ef íbúar annarra bæja hafa áhuga á skipuleggja kertafleytingu eru Samstarfshópur friðarhreyfinga og Samtök hernaðarandstæðinga boðin og búin að hjálpa við undirbúning og skipulagningu. Áhugasamir sendir tölvupóst á sha@fridur.is eða hringi í Stefán Pálsson formann SHA í s. 663-6875.