Monthly Archives

March 2009

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

By Uncategorized

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14

Breytt samfélag – aukinn jöfnuð!

Fundarstjóri: Halldóra Friðjónsdóttir, form. jafnréttisnefndar BHM

Kvennakórinn Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur
Bryndís Petra Bragadóttir les ljóð.
MENEO LATINO (latínusveifla). Dans og söngur frá Kúbu.
Dansarar: Edna Mastache og Juan Borges

Ávörp:

Eyja M. Brynjarsdóttir, heimspekingur: Hvar er réttlætið?

Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni: Heilbrigði og friður.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur: „…ok skal þat barn út bera, ef þú fæðir meybarn, en upp fæða, ef sveinn er.“

Maria del Pilar Acosta, í stjórn Samtaka kvenna af erl. uppruna: Við skulum standa saman.

Steinunn Gunnlaugsdóttir: Niðurbrot siðmenningarinnar – rýtingur í hjarta auðvaldsins.

María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK : Enginn jöfnuður án friðar.

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

By Uncategorized

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Að frumkvæði samtakanna hafa t.a.m. velflest sveitarfélög landsins samþykkt slíka friðlýsingu.

Frumvarp þessa efnis hefur margoft verið flutt á Alþingi, en ekki hlotið afgreiðslu.

Nú hafa valdahlutföll á þingi hins vegar breyst allverulega. Samkvæmt dagskrá Alþingis verður friðlýsingarfrumvarpið á dagskrá þingsins í dag, 6. mars. Það er sjötta mál á dagskrá og ætti því að komast til umræðu.

Fyrstu flutningsmenn málsins eru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og Ásta R. Jóhannesdóttir. Í hópi meðflutningsmanna eru fulltrúar stjórnarflokkanna, Framsóknar og Kristinn H. Gunnarsson sem var þingmaður Frjálslyndra til skamms tíma.

Frumvarpið má lesa hér í heild sinni:
http://www.althingi.is/altext/136/s/0163.html

Hernaðarandstæðingar eru eindregið hvattir til að fylgjast grannt með framgangi málsins.

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

By Uncategorized

neinzurnato Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. til 5. apríl verður leiðtogafundur NATO-ríkjanna haldinn í Strasbourg í Frakklandi og nágrannabænum Kehl í Þýskalandi. Um alla Evrópu hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi mótmælaaðgerða af þessu tilefni og hafa verið skipulagðar ferðir til Strasbourg víðsvegar að úr Evrópu.

Dagskráin er þessi:

  • 1.-5. apríl. Mótmælabúðir í Strasbourg og ýmsar uppákomur alla þá daga.
  • 3. apríl. Mótmælaaðgerðir í Baden-Baden, skammt sunnan við Kehl, en þar verður utanríkisráðherrafundur og hátíðarkvöldverður.
  • 3. og 5. apríl. Alþjóðleg ráðstefna í Strasbourg.
  • 4. apríl. Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir í miðborg Strasbourg undir kjörorðunum „Gegn stríði, gegn NATO!“
  • 4. apríl. Aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni í Strasbourg í umsjá ýmissa samtaka.

Sjá nánar tilkynningu frá NO to NATO

Nokkrir félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga munu væntanlega fara til Strasbourg og taka þátt í þessum aðgerðum.

Frést hefur að frönsk stjórnvöld ætli sér að banna þessar mótmælaaðgerðir. Sett hefur verið upp undirskriftasöfnun gegn banninu á netinu og er hægt að nálgast hana hér. Friðarvefurinn hvetur alla lesendur sína til að skrifa undir og vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun.

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa auglýst mótmælastöðu gegn NATO á Austurvelli kl. 12 á hádegi 30. mars, en þann dag samþykkti Alþingi aðild Íslands að NATO. Samtök hernaðarandstæðinga eru einnig að undirbúa aðgerðir hér á landi og verða þær kynntar nánar á næstunni.

Nánari upplýsingar:

NEIN zu NATO – NO to NATO – NON à L’OTAN
Stop the War Coalition, Bretlandi
War Resisters’ International
NATO – 60 Jahre sind 60 zu viel
Netzwerk Friedenskooperative
Block NATO