Monthly Archives

May 2006

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

By Uncategorized

Rumsfeld „Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á hann [þ.e. Geir Haarde, utanríkisráðherra] né aðra ráðherra í ríkisstjórninni, að við völdin í Washington sitja nú stórhættulegir stríðsmangarar, menn sem ekki einu sinni útiloka að beita kjarnorkuvopnum gegn öðrum ríkjum!“ Hann vitnar síðan í nýlega grein í New Yorker þar sem staðhæft er að í hernaðaráformum Bandaríkjastjórnar gegn Íran sé þeim möguleika haldið opnum að varpa kjarnorkusprengjum á Íran. Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa verið að þróa nýjar tegundir kjarnorkuvopna, „smásprengjur“ (svo sem 2/3 af styrk Hírósíma-sprengjunnar) sem eru t.d. taldar henta í átökum við ríki eins og Íran og kom jafnvel til álita að nota þær við innrásina í Írak.

Um það hefur m.a. Michel Chossudovsky, prófessor við Háskólann í Ottawa, fjallað nýlega í tveimur greinum á vefnum GlobalResearch.ca.

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

By Uncategorized

Ã?slenskur hermaður í Kabúl Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. Hann veltir fyrir sér hvort íslenska friðargæslan sé í raun íslenskur her og skoðar meðal annars titla og tignarmerki auk ljósmynda á vefsíðunni http://www.freerepublic.com/~leifur/, en þaðan er myndin tekin sem hér fylgir. Undir lok greinar sinnar segir Jón: „Nú kann vel að vera að enn sé litið svo á að Íslendingar séu herlaus þjóð, en það verður æ erfiðara að fella það að staðreyndum. Getur herlaus þjóð sent majora, kapteina, korporála og ofursta til fjarlægra landa? “

Grein Jóns má lesa hér:
http://kistan.is/efni.asp?n=4630&f=4&u=98

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

By Uncategorized

esf4 Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til 7. maí. Hundruð funda, málþinga og fyrirlestra verða haldnir þessa daga auk fjölmargra listrænna atburða, sýninga og fleira. Evrópskir friðarsinnar og herstöðvaandstæðinga hafa skipulagt fjölmarga fundi og falla hátt í fjörutíu fundir undir flokkinn Stríð, friður, hervæðing, herstöðvar og hreyfingar gegn stríði.

Meðal þessara funda má nefna fund undir yfirskriftinni Herstöðvar Bandaríkjanna og hervæðing Evrópusambandsins í þjónustu hins „alþjóðlega stríðs gegn hryðjuverkum“. Herðum baráttu okkar gegn þeim og annan undir yfirskriftinni Spörkum NATO út úr Evrópu. Þá verður einnig fundur hreyfinga gegn stríði (Anti-war movements), en slíkir fundir hafa verið fastir liðir á samfélagsþingum undanfarinna ára þar sem menn hafa rætt aðgerðir gegn Íraks-stríðinu og áframhaldandi starf þeirrar miklu hreyfingar sem varð til í aðdraganda Íraksstríðsins.

Því miður hafa Samtök herstöðvaandstæðinga ekki séð sér fært að senda fulltrúa á Evrópska samfélagsþingið að þessu sinni, en við munum fylgjast með fréttum af því og umræðum félaga okkar þar eftir föngum.

Þess má geta að umræðum á fundinum um NATO verður haldið áfram á ráðstefnu sem hefur verið boðuð í Brussel 25. nóvember, fáum dögum áður en ráðherrafundur NATO hefst í Ríga.

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

By Uncategorized

427175377EUHtYW phAðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst kl. 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, þ.á.m. kosning stjórnar.

Hluthafar í Friðarhúsi eru eindregið hvattir til að mæta og ræða málefni hússins. Fundurinn er þá aðeins löglegur að hann sitji eigendur meirihluta félagsins.

Úlfshamir og sauðagærur

By Uncategorized

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna

Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn 1. maí og fjallaði þar um mismundi ímynd hinna ýmsu forseta Bandaríkjanna, þar sem annarsvegar eru um að ræða hauka á borð við Ronald Reagan og George W. Bush og hinsvegar frjálslynda friðarsinna eins og John F. Kennedy og Bill Clinton. Stefán bendir hins vegar á að goðsögnin um hina síðarnefndu stenst ekki og stefna Bush-stjórnarinnar er í beinu framhaldi af stefnu Clinton-stjórnarinnar.

Greinina má nálgast hér

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

By Uncategorized

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, upp undir hundrað manns munu hafa komið. Síðan var gengið undir kröfuspjöldum og fánum, rauðum fánum, friðarfánum og palestínska fánanum, út á Hlemm þar sem slegist var í hóp annars göngufólks. Í Ríkisútvarpinu var sagt að í göngunni hafi verið um 400 manns. Þykir okkur herstöðvaandstæðingum orðin völlur á okkur ef fjórði hver maður í göngu verkalýðsfélaganna 1. maí byrjar á að mæta í morgunkaffi í Friðarhúsi. En auðvitað var þessi tala fjarri lagi.