Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13
laugardaginn 15. mars
Dagskrá
Ávörp:
Hjalti Hugason prófessor
Steinunn Rögnvaldsdóttir nemi
Tónlistarflutningur:
Hörður Torfason
Allt frá því að Bandaríkin stóðu fyrir innrásinni í Írak 20. mars 2003 hafa verið árlegar mótmælaaðgerðir víða um heim upp úr miðjum mars, en veturinn 2002 til 2003 voru einhverja mestu og víðtækustu mótmælaaðgerðir sögunnar, og meðal annars voru nánast stöðugar mótmælaaðgerðir vikum saman í Reykjavík.
Enn er stríðinu í Írak mótmælt dagana 15.-24. mars.
Í kjölfar ráðstefnu, sem haldin var í Lundúnum 1. desember, var hvatt til aðgerða um allan heim dagana 15. til 22. mars. Í framhaldi af því var sett upp vefsíðan http://theworldagainstwar.org. Þar má finna upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir í mörgum löndum.
Í Bandaríkjunum hafa verið aðgerðir í undirbúningi um allt landið, og standa samtökin United for Peace and Justice (www.unitedforpeace.org) fyrir mörgum þeirra, en fjölmörg samtök koma að aðgerðum víða um landið. Þessar aðgerðir verða flestar miðvikudaginn 19. mars. Í sambandi við þær hefur verið sett upp vefsíðan www.5yearstoomany.org. Þar hafa verið skráðar aðgerðir á 475 stöðum víðs vegar um Bandaríkin, en aðaláherslan er lögð á stóran fund í Washington. Samtökin A.N.S.W.E.R. (www.internationalanswer.org) hafa skipulagt aðgerðir víða um landið þann 15. mars, en taka höndum saman við önnur samtök um stórfundinn í Washington 19. mars. Þá má einnig benda á vefsíðuna www.resistinmarch.org með upplýsingum um aðgerðir í mörgum löndum.
Í Bretlandi verða aðgerðir 15. mars og verður megin áherslan lögð á Lundúnir og Glasgow (www.stopwar.org.uk).
Flestar aðgerðirnar verða 15. mars, en sums staðar veðra þær 16. mars eða í vikunni og um helgina á eftir. Hér verða talin um nokkur lönd sem við höfum haft fregnir frá og vefsíður með nánari upplýsingum
15. mars:
Noregur:Oslo, Bergen og Kristianssand,
www.ingenkrig.no,
www.hentsoldatenehjem.org/aktiviteter
Danmörk: Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum, Álaborg og Rönne,
www.nejtilkrig.dk.
Svíþjóð í mörgum borgum og bæjum,
www.motkrig.org.
Finnland: Helsinki
Spánn í mörgum borgum,
www.aturemlaguerra.org,
www.forosocialsevilla.org,
www.herriak.org/ki.
Ítalía: Róm,
www.peaceandjustice.it.
Írland: Dublin,
www.antiwarireland.org.
Norður-Írland: Belfast, www.bawm.org.
Austurríki: Vín,
www.linkswende.org.
Pólland: Varsjá,
www.isw.w.pl.
Tékkland: Prag 15. mars og víða um landið alla vikuna á undan,
www.nezakladnam.cz.
Tyrkland, víða um landið.
Kanada í mörgum borgum,
www.ecawar.org,
www.acp-cpa.ca/en,
www.mcpj.org,
www.echecalaguerre.org,
www.nowar-paix.ca,
www.nowar.ca,
http://canadiansagainstwar.org,
www.stopwar.ca,
www.windsorpeace.org,
einnig í 19. mars í Vancouver
Nýja Sjáland
Í vikunni á eftir verða aðgerðir meðal annars í þessum löndum:
Belgía: 16. mars verður friðarganga 27 km frá Leuwen til Brussel,
www.geenoorlog.be,
www.cnapd.be,
22. mars verður svokallað NATO Game Over við höfuðstöðvar NATO í Brussel,
www.bombspotting.org,
www.vredesactie.be.
Ástralía: Sydney, 16. mars,
www.stopwarcoalition.org.
Kórea: Seoul, 16. mars,
www.antiwar.or.kr.
Puerto Rico, 18. mars,
madrescontralaguerra.blogspot.com.
Frakkland: París, 19. mars,
www.aawfrance.org,
Toulouse, 22. mars,
www.laguerretue.org.
Þýskaland í fjölmörgum borgum 21.-24. mars,
www.friedenskooperative.de/om2008.htm.
Grikkland, 22. mars: Samfylking gegn stríði í samstarfi við fjölmörg önnur samtök, þ.á.m. ýmis helstu verkalýðsfélög landsins,
www.stop-the-war.gr
Japan, 22. mars í a.m.k. þremur borgum