Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

By 03/04/2006 Uncategorized

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi samhliða brottför hersins.

Þessi tillaga var reyndar flutt á síðasta þingi en varð ekki útrædd. Tillögunni hefur nú verið vísað til utanríkismálanefndar áður en hún verður tekin til annarrar umræðu.

Tillagan er svohljóðandi:

    Alþingi ályktar að kjósa nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka auk formanns sem utanríkisráðherra skipar án tilnefningar til að hafa yfirumsjón með og vera stjórnvöldum til ráðuneytis í viðræðum við bandarísk stjórnvöld um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar samhliða brottför hersins. Nefndin kanni einnig rækilega möguleika á að auka hvers kyns borgaralega atvinnustarfsemi í tengslum við flugvöllinn og geri tillögur um aðgerðir í því skyni. Nefndin leiti eftir hugmyndum og þátttöku heimamanna á Suðurnesjum í starfi sínu og eigi við þá náið samstarf. Nefndin skili ráðherra skýrslu sem lögð verði fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 2006 (svo!).

Í greinargerð gera flutningsmenn nánari grein fyrir hugmyndum sínum. Tillöguna með greinargerð og fylgiskjölum er hægt að nálgast hér, en umræður má nálgast hér .