Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

By 15/08/2006 August 24th, 2006 Uncategorized

libanon STOP THE WAR COALITION – NEWSLETTER No. 2006/34
15 August 2006

Ef ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1701 hefur áhrif á að manndrápunum í Líbanon og Ísrael linni, þá ber að fagna henni. Ekki er þó á það að treysta þar eð Ísrael tók þátt í ritun hennar og í henni er allt sem Ísrael þarf til að halda áfram siðlausum árásum sínum sem hafa orðið meira en 1100 manns að bana, þriðjungur þeirra börn, og eyðilagt mikið af stoðkerfi landsins. Með ályktuninni er skorað á Ísrael að binda endi á „hernaðarlegar sóknaraðgerðir“, en það var ekki að ástæðulausu sem Ísraelar kölluðu her sinn Varnarlið Ísraels. Gegnum söguna hefur Ísrael lagt áherslu á að allar hernaðaraðgerðir þeirra hafi verið „sjálfsvörn“.

Í ályktuninni er hvergi minnst á þá óteljandi stríðsglæpi sem Ísrael hefur framið á undanförnum mánuði. Þar má nefna skv. Nürnberg-sáttmálanum: „glæpi gegn friði“ vegna „tilefnislausrar eyðileggingar borga, bæja og þorpa eða eyðileggingar sem ekki verður réttlætt með hernaðarlegri nauðsyn“ og „glæpi gegn mannkyni“ vegna „morða,… og annarra ómannúðlegra verknaða sem framdir hafa verið gagnvart óbreyttum borgurum fyrir eða meðan á styrjöld stóð…“.

Ályktunina og athugasemdir við hana má nálgast hér: http://tinyurl.com/mns4m

Mynd: http://fromisrael2lebanon.info