Næstu þriðjudaga munu SHA og róttæka bókasafnið Andspyrna standa fyrir kvikmyndasýningum í Friðarhúsi á þriðjudögum.
Þriðjudaginn 6.mars kl. 18 verður sýnd heimildarmyndin “Kókoshnetubyltingin”, sem segir frá hópi íbúa Papúa Nýju Gíneu, sem reis upp gegn ofríki erlends stórfyrirtækis, Rio Tinto og unnu frægan sigur. Allir velkomnir.