Greinasafn fyrir merki: til

Æsum til friðar

Nilfisk - hljómsveit Tónleikar á Gauknum 17. mars

Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin – með lýðræði sem standa fyrir aðgerðum í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Föstudaginn 17. mars efna hljómsveitirnar Shadow parade, mrs Pine, NilFisk, Coral og Touch til tónleika undir heitinu Æsum til friðar.

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. mars efna SHA til fundar um þennan þátt Íraksmálsins. Fréttamennirnir Sveinn Guðmarsson á NFS og Gunnar Gunnarsson á RÚV rekja reynslu sína af fréttaflutningi í umhverfi fréttastýringar og ritskoðunar. Að loknum stuttum kynningarerindum gefst gott færi til umræðna.

Fundurinn hefst kl. 20 og allir eru velkomnir.