Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar fleiri friðarhreyfingar fyrir blysför til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík með þátttöku söngfólks úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Síðan hefur þetta verið árlegur viðburður. Ævinlega er lagt af stað klukkan 18 frá Hlemmi og gengið niður Laugaveginn og undanfarin ár hefur venjulega verið numið staðar á Ingólfstorgi þar ávarp hefur verið flutt og kórarnir sungið. Þetta er nú orðin fastur þáttur í jólahaldi fjölmargra Reykvíkinga. Friðargöngur hafa líka verið gengnar alloft á Akureyri og Ísafirði.