Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar til fjórum sinnum á ári í litlu broti, þar sem birtar eru fréttir og tilkynningar úr félagsstarfinu. Útgáfa tímaritsins hefur verið óreglulegri, en miðað er við að það komi út árlega. Þar birtast lengri og ítarlegri greinar um friðarmál og hernaðarandstöðu.
Sögu Dagfara má rekja allt til ársins 1961, en þá hófu Samtök hernámsandstæðinga útgáfu blaðs með þessu heiti. Það blað kom út í fimm ár til ársins 1966 og er aðgengilegt á vef tímarit.is. Útgáfa hófst á ný í febrúar 1976 og er það einnig aðgengilegt á vef tímarit.is.
Þeir sem vilja nálgast gamla Dagfara geta sent tölvupóst á fridur@fridur.is.
PDF skjöl:
Dagfari – nóvember 2007(40 síður – a4 – 5,7 mb) | Dagfari – október 2005(12 síður – a5 – 196 kb) | ||
Dagfari – apríl 2005(12 síður – a5 – 1.9 mb) | Dagfari – janúar 2005(40 síður – a5 – 1.4 mb) |