Monthly Archives

December 2015

Friðargöngur á Þorláksmessu

By Uncategorized
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið er með frá Hlemmi á slaginu kl. 18 með kerti í hönd til að leggja áherslu á kröfuna um frið í heiminum. Í göngulok er fundur á Austurvelli þar sem Andri Snær Magnason rithöfundur flytur ávarp. Fundarstjóri er Tinna Önnudóttir Þorvalds leikkona.
Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja í göngunni og í lok fundar. Umsjón er að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.
* * *
Á Akureyri verður að venju safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið kl 20.00 á Þorláksmessu og ganga saman niður á Ráðhústorg. Þar mun hann Hrafnkell Brynjarsson háskólanemi flytja ávarp og svo munu þær systur Eik Haraldsdóttir og Una Haraldsdóttir taka lagið. Allir velkomnir.
* * *
Á Ísafirði hefst gangan kl. 18. Lúðrasveitin spilar, Eiríkur Örn Norðdahl flytur erindi og Andrea Harðardóttir les ljóð.

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

By Uncategorized

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir  í Iðnó kl. 17:30 fimmtudaginn 17. desember.

Dr. Amal er yfirmaður Evrópudeildar palestínska utanríkisráðuneytisins í Ramallah. Hún er fædd í flóttamannabúðum við Bethlehem og var aktív í ungliðahreyfingu Fatah á Vesturbakkanum.

Árið 2005 hóf Amal störf fyrir palestínska utanríkisráðuneynitið og hefur í störfum sínum beitt sér fyrir réttindum kvenna, pólitískra fanga, flóttamanna og barna. Hún hefur tekið þátt í friðarviðræðum fyrir hönd PLO og var eina konan í sendinefnd Palestínumanna á Annapolis ráðstefnunni.

Dr. Amal er doktor frá Fletcher School of Law and Diplomacy og lærði sáttamiðlun við Harvard Law School.

Verið öll velkomin.

Hér er viðburðinn auglýstur á facebook