Monthly Archives

July 2014

Mótmælum drápunum á Gaza!

By Uncategorized

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi á Íslandi kostur á að tjá andúð sína á árásum Ísraelshers á Gaza liðna daga sem kostað hafa ófá mannslíf.

Samtök hernaðarandstæðinga styðja málstað fundarins og leggja sitt af mörkum með því að lána hljóðkerfi og aðstoða við uppsetningu þess. SHA hvetja alla félagsmenn sína sem heimangengt eiga til að mæta á fundinn.

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

By Uncategorized

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón með göngu á vegum Þingvallaþjóðgarðar.

Í göngunni verður sérstaklega hugað að sögu pólitískra mótmæla í og við Þingvelli, þar sem stofnuna Samtaka hernámsandstæðinga árið 1960 og mótmæli á Þingvöllum 1974 ber á góma. Gönguferðirnar hefjast alltaf við gestastofuna á Hakinu kl.20.00 á fimmtudagskvöldum og eru allir velkomnir.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum – thingvellir.is

Friðarvefurinn uppi á ný

By Uncategorized

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum undanfarnar vikur. Skýringarnar eru margþættar en tengjast einkum hýsingaraðila í Bretlandi sem ekki stóð sig í stykkinu. Það hefur tekið tölvumenn SHA drjúgan tíma að leysa úr þessum vandamálum.

Nú hefur hýsingin verið færð heim til Íslands og bindum við vonir við að vandamálin séu að baki. Jafnframt ætti vefurinn nú að vera hraðvirkari en verið hefur.

Þegar þessi hvimleiðu tæknilegu vandamál eru að baki, er næsta skref að styrkja síðuna með meira og fjölbreytilega efni til að Friðarvefurinn verði áfram það mikilvæga tæki sem hann þarf að vera til að gagnast málstaðnum.