Monthly Archives

May 2014

Ályktun varðandi heræfingar

By Uncategorized

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars:

Landsfundur SHA lýsir furðu á fréttum sem borist hafa af því að við mótun nýrrar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sé gert ráð fyrir áframhaldi þeirra herflugsæfinga sem kallaðar hafa verið loftrýmisgæsla.

Æfingar þessar hafa þann eina tilgang að vera þjálfunarbúðir fyrir orrustuflugmenn þeirra Nató-herja sem hingað vilja koma og nýta sér ákafa stjórnvalda til að lána íslenskt land undir siðlausar og truflandi æfingar. Sífellt berast fregnir af ónæði almennings og náttúruraski vegna þotuflugs af þessu tagi. Það væri þá lágmarkskrafa að utanríkisráðherra á hverjum tíma hýsi þær í sinni heimabyggð.

SHA minna á að endanlegt markmið lofherja sé að heyja stríð og drepa fólk. Slíkri starfsemi eiga landsmenn ekki að leggja lið með neinum hætti.

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? – Hver er afstaða framboðanna til friðarmála?“ á efri hæð Sólon Íslandus í Bankastræti kl. 12 miðvikudaginn 21. maí.

Þangað hefur verið boðið fulltrúum allra framboða í borgarstjórnarkosningunum í vor til að sitja fyrir svörum og gera grein fyrir stefnu flokks síns.

Hægt verður að kaupa súpu ásamt brauði á kr. 950.

Allir velkomnir.

Fáfróðir vilja stríð

By Uncategorized

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til að afla málstað sínum fylgis væri einfaldlega að fræða fólk um gang heimsmálanna. Stuðningur við stríðsaðgerðir er einmitt sjaldnast réttlættur nema með afar yfirborðskenndum vísunum í aðstæður í þeim löndum þar sem sprengja skal. Þvert á móti forðast stríðsæsingamenn efnislegar umræður eins og heitan eldinn og grípa til frasa á borð við að enginn tími sé til að ræða málin heldur þurfi tafarlausar aðgerðir.

Read More