Monthly Archives

March 2014

Sókn Pútíns sem nauðvörn

By Uncategorized

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar.

Nú er hafið efnahagslegt stríð gegn Rússlandi. Viðskiptaþvinganir og diplómatísk einangrun. Bandaríkin eiga frumkvæðið. Evrópuríkin fylgja á eftir í halarófu – að vanda. Ísland veitir virkan stuðning – eins og venjulega þegar ófriður er í boði. Ástæðan er íhlutun Rússlands í málefni Úkraínu. Nú eru stóru vopnin skekin.

Ásakanir Rússa um vestræna íhlutun í Úkraínu, tal Pútíns um að Bandaríkin og Vesturveldin hafi staðið á bak við valdaskiptin í Úkraínu og þar með umsátur um Rússland eru hins vegar afgreidd í vestrænni pressu sem samsæriskenning. Hlustið bara á eða lesið íslensku pressuna. Vestræn íhlutun er þar aldrei til umræðu. Óheillavænleg þróun mála á Krím er sprottin af valdahroka Pútíns, punktur og basta. Pútín er æ oní æ líkt við Hitler. Fyrstur til þess varð Zbigniew Brzezinski, gamli utanríkisráðgjafi Carters forseta sem enn hefur háa stjörnu og sem Obama kallar „one of our most outstanding thinkers“. Daginn eftir fylgdu bæði Hillary Clinton og John McCain í kjölfarið og brúkuðu Hitlerstimpilinn á Pútín. Garry Kasparov tönglaðist á því í viðtali við Þóru Arnórsdóttur og síðan hefur hver étið það upp eftir öðrum. Sjá: Brzezinski compared Putin to Hitler.

Nú skal horft í austur og rök færð fyrir því að vestræn íhlutun sé einmitt afgerðandi í Úkraínu og að umsátrið um Rússland sé raunverulegt. Read More

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

By Uncategorized

Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn sem hér segir:

  • Chili con carne
  • Chili sin carne
  • Hrísgrjón
  • Brauð
  • Kaffi og meðlæti

Árni Hjartarson jarðfræðingur mun mæta, taka lög og segja sögur úr baráttunni.

Borðhald hefst að venju kl. 19. Verð kr. 2.000.

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

By Uncategorized

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar íhlutunar. Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins félagsfundar um málið miðvikudaginn 26. mars kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Leitast verður við að varpa ljósi á bakgrunn átakanna í landinu og þróun síðustu mánaða.

Framsögumaður verður Sverrir Jakobsson sagnfræðingur, en að erindinu loknu mun hann sitja fyrir svörum í pallborði ásamt Árna Bergmann rithöfundi.

Allir velkomnir.

Fjölmiðlar og friðarmálin

By Uncategorized

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Verðlaunin fengu þeir fyrir skrif um málefni hælisleitenda. Á liðnu ári rituðu þeir félagarnir meðal annars greinaflokk um stuðning Nató við pyntingasveitir í Írak, svo dæmi sé tekið.

Hverjar eru aðstæður íslenskra blaðamanna til að fjalla um utanríkisstefnu Íslands og hernaðarmál? Hversu samvinnufús eru stjórnvöld? Að hvaða leyti geta gögn frá uppljóstrurum komið að gagni?

Á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars munu þeir Jón Bjarki og Jóhann Páll mæta og segja frá reynslu sinni og taka þátt í umræðum um fjölmiðla, frið og alþjóðamál. Sá hluti dagskrárinnar hefst kl. 14 í Friðarhúsi en sjálfur landsfundurinn byrjar kl. 11.

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

By Uncategorized

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir mannfræðingur þekkir vel til mála í Suður-Súdan og mun fræða áhugasama á opnum félagsfundi SHA í Friðarhúsi. Fundurinn verður mánudaginn 10. mars og hefst kl. 20.

NATO og norræn samvinna

By Uncategorized

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir hryðjuverkaárásirnar mánuði fyrr var auðvitað ljóst að bregðast þurfti við og draga hryðjuverkamennina til saka. Þann 13. september, tveimur dögum eftir hryðjuverkin, barst boð frá Talibönunum um að Bin Laden yrði framseldur gegn framvísun sönnungargaga um sekt hans. Því var ekki tekið.

Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna mælir fyrir um að aðildarríki skuli leysa í ágreiningi sín á milli með friðsamlegum hætti. Herum má aðeins beita í sjálfsvörn. Undantekningin á þessu getur aðeins orðið ef Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir slíka hernaðaraðgerð. Read More