Monthly Archives

November 2013

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

By Uncategorized

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina með dyggri aðstoð Sigríðar Kristinsdóttur

Matseðill:

  • Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og sinnepssósu
  • Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð 
  • Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
  • Hnetusteik
  • Karrýsíld
  • Tómatsalsasíld
  • Rækjufrauð
  • Kaffi og smákökur

Að borðhaldi loknu ræðir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir um dróna og duldar hliðir stríðsins gegn hryðjuverkum. Svavar Knútur tekur lagið.

Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir.

Ályktun frá landsfundi

By Uncategorized

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða landsfundir eftirleiðis haldnir eigi síðar en 15. mars ár hvert og er því skammt í næsta fund. Fyrri miðnefnd var endurkjörin að mestu, en á næsta fundi verður stokkað upp í henni og fjölda miðnefndarmanna breytt.

Fundurinn samþykkti jafnframt eftirfarandi áskorun, sem þegar hefur verið send á alla Alþingismenn:

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi 23. nóvember 2013 skorar á Alþingi að fella niður greiðslur á fjárlögum til NATO, sem munu vera u.þ.b. hálfur milljarður á ársgrundvelli (500 milljónir).

Rök til þess eru:

  1. Það er siðferðilega óverjandi að Alþingi ráðstafi skattfé íslensku þjóðarinnar til fjármögnunar á pyntingasveitum og morðum á saklausu fólki úti í heimi eins og nýlega hefur verið staðfest, sbr. fréttir undanfarnar vikur.
  2. Við Íslendingar þurfum fremur að nota þetta fé til nánast allra annarra hluta, t.d. mætti verja þessum fjármunum til þróunarhjálpar til landa sem liðið hafa fyrir hernað NATO-þjóða.

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

By Uncategorized

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal efnis er úttekt á kostnaðinum við aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Umfjöllunin hefur þegar vakið athygli fjölmiðla, líkt og sjá má af þessari umfjöllum RÚV.

Hægt er að nálgast blaðið í Friðarhúsi Samtaka hernaðarandstæðinga eða með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is og verður blaðið þá sent um hæl.

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

By Uncategorized

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 á hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Fyrir fundinum liggur tillaga til lagabreytingar þess efnis að landsfundur verði eftirleiðis haldinn á vormisseri, eigi síðar en í lok mars og að reikningsár SHA verði eftirleiðis almanaksárið. Verði tillagan samþykkt er ljóst að nýr aðalfundur verður haldinn strax í febrúar eða mars á næsta ári.

Léttur málsverður verður framreiddur í hádeginu, en kl. 13:30 flytur Helga Björnsdóttir mannfræðingur erindið: „Hernaðarlúkk“: um hernaðarhyggju og hervæðingu. Umræður á eftir.

Njósnir og uppljóstranir! – SHA og MFÍK funda

By Uncategorized

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember kl. 20.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður og fyrrum ritstjóri Smugunnar talar um njósnir og uppljóstranir: Uppljóstranir Edward Snowden og Chelsea Manning ? Hverju breyta þær? Hversu mikilvægir eru uppljóstrarar lýðræðinu og hvernig er komið fram við þá?

Á undan mun MFÍK bjóða upp á málsverð sem hefst kl. 19. Matseðill: Pottréttur Auðar og grænmetispottréttur Leu, brauð og salat, kaffi og súkkulaðimolar. – Verð kr. 1.500

Allir velkomnir.