Monthly Archives

July 2013

WHO birti upplýsingarnar!

By Uncategorized
Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun úranvopna. Samstarfsaðilar okkar þar vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun þar sem ýtt er á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina að birta niðurstöður rannsókna á tíðni fæðingargalla í Fallujah.
Eins og fram kemur á síðu söfnunarinnar hafa heilbrigðisstarfsmenn í Fallujah horft upp á skuggalega háa tíðni fæðingargalla í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur staðið fyrir rannsóknum á þessu fyrirbæri, sem víst má telja að hægt sé að rekja til notkunar úranvopna. Hins vegar hefur reynst þrautin þyngri að fá stofnunina til að birta niðurstöður sínar.

 

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

By Uncategorized

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst n.k.

Á Akureyri verður athöfnin við Minjasafnstjörnina á Akureyri kl. 22. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg.

Gleymum aldrei fórnarlömbum sprengjanna fyrir 68 árum. Mótmælum jafnframt þeim hernaðaryfirgangi stórvelda sem enn viðgengst. Flotkerti fást á staðnum. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni.

Róttæki sumaráhskólinn – friðarmál

By Uncategorized

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér.

Vert er að vekja sérstaklega athygli á þremur málsstofum sem tengjast málefnum SHA:

Vilt þú standa að kertafleytingu?

By Uncategorized

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki árið 1945, sem og til að leggja áherslu á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Aðgerð þessi hefur upp frá því verið fastur liður í byrjun ágúst, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda að fleytingunni.

Ákveðið hefur verið að halda kertafleytinguna í ár þann 9. ágúst, á Nagasaki-daginn. Það er föstudagur en sá vikudagur hefur sárasjaldan orðið fyrir valinu.

Í gegnum tíðina hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum á landinu. Löng hefð er fyrir þessari aðgerð á Akureyri, en annars staðar hafa fleytingarnar verið stopulli. Ef íbúar annarra bæja hafa áhuga á skipuleggja kertafleytingu eru Samstarfshópur friðarhreyfinga og Samtök hernaðarandstæðinga boðin og búin að hjálpa við undirbúning og skipulagningu. Áhugasamir sendir tölvupóst á sha@fridur.is eða hringi í Stefán Pálsson formann SHA í s. 663-6875.