Monthly Archives

June 2012

Staðan í Sýrlandi – félagsfundur SHA

By Uncategorized

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar.

Hver er sögulegur aðdragandi átakanna? Hvaða fylkingar takast á? Við hverju má búast?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar um stöðuna í Sýrlandi mánudagskvöldið 18. júní kl. 20:30 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89.

Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fylgja umræðum úr hlaði.

Allir velkomnir.

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

By Uncategorized

Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda æfingar sínar yfir Akureyri með djöfullegum gný. „Loftrýmiseftirliti“ er ætlað að vekja okkur öryggiskennd en vekur í staðinn óhug, ótta, skömm og reiði.

Read More