Monthly Archives

December 2011

Friðargöngur á Þorláksmessu

By Uncategorized

Friðarganga á Þorláksmessu 2010. changemaker.is

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu hefjast klukkan 18, en Norðlendingar bíða til kl. 20.

Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og lagt af stað klukkan 18. Í lok göngu verður fundur á Lækjartorgi þar sem Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólastjóri í Flensborgarskóla, flytur ávarp en fundarstjóri er Bryndís Björgvinsdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Á Ísafirði verður lagt af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og gengið niður á Silurtorg. Lúðrasveit tónlistarskólans spilar og Brynja Huld Óskarsdóttir flytur ávarp.

Á Akureyri stendur hópurinn Friðarframtak fyrir blysför í þágu friðar klukkan 20. Gengið verður frá Samkomuhúsinu Hafnarstræti og út á Ráðhústorg. Kerti á staðnum. Ávarp flytur séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir og Eyrún Unnarsdóttir syngur.