Monthly Archives

August 2011

Tækifærið: Eftir Útey

By Uncategorized

Ég veit ekki mikið um Jens Stoltenberg. Hann er norskur stjórnmálamaður, og sem slíkur er hann líklega ekkert verri eða betri en önnur eintök úr þeirri stétt.

En mig langar til að leggja út af nokkrum orðum sem Stoltenberg lét falla í minningarguðþjónustu og hafa flotið um netheima í kjölfar hryðjuverkanna í Osló og Útey. Orðin koma upprunalega frá Helle Gannestad, ungri konu í Verkamannaflokknum sem fylgdist skelfingu lostin með atburðum föstudagsins úr fjarlægð og póstaði hnitmiðuðum skilaboðunum á Twitter:

„Ef einn maður getur sýnt af sér svona mikla illsku, hugsið ykkur þá hversu mikinn kærleik við getum skapað saman.“

Þetta eru fleyg orð og mikilvæg. Þau verða enn mikilvægari fyrir það hvaðan þau berast út í heiminn – úr munni stjórnmálamanns sem er kjörinn leiðtogi milljóna. Þau verða mikilvægari fyrir það hvenær orðin falla – eftir að þjóð hans hefur verið höggvin í bakið á hæpnum og hatursfullum forsendum.

Þau verða mikilvægari fyrir það hvaða orð hann hefði getað valið í staðinn; hvaða orðum margir hefðu búist við frá manni sem hefur völd og lifir og hrærist í stjórnmálaheimi þar sem átök eru tíð.

Hvað er Stoltenberg að segja með þessum ummælum og fleirum á svipuðum nótum? Skilaboðin eru þessi: Elskum okkur út úr ofbeldinu. Þeir sem elska verða alltaf fleiri og sterkari en þeir sem hata.

Skilaboðin eru til marks um mikla manngæsku og líkleg til að blása Norðmönnum kærleiksríkt líf í brjóst á stund þar sem auðvelt er að vilja hata og hefna.

„Við munum elta þá uppi,“ sagði annar þjóðarleiðtogi fyrir tíu árum. „Réttlætið mun hafa betur,“ sagði hann líka – og réðist svo inn í tvö lönd í leit að réttlætinu, sem enn hefur ekki fundist, nema síður sé.

Á þessum tveimur þjóðarleiðtogum er mikill og mikilvægur munur. Annar hatar og hefnir, hinn hvetur og elskar.

John Lennon, sonur minn og þú

„Stríðinu er lokið – ef þú vilt það.“
Þetta sagði John Lennon, annar maður sem skildi máttinn í kærleikanum og einfaldleikann í leitinni að friði. Þetta skilur átta ára sonur minn líka. Hann skilur yfirlýsingu Lennons vegna þess að ég hef útskýrt hana fyrir honum og geri mitt besta á hverjum degi til að iðka sjálfur frið og kærleik. Saman höfum við sonur minn horft á friðarsúluna varpa einföldu og ákveðnu ljósi friðar frá Viðey, við höfum rætt um hugmyndina á bakvið friðarsúluna, rætt um boðskap John Lennons og Yoko Ono, rætt um að gefa friðinum séns, rætt um að friður sé alltaf innan seilingar ef maður vilji það, rætt um að friður sé ákvörðun, rætt um að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt, rætt um að ást í garð sjálfs sín og annarra sé ákvörðun – sáraeinföld ákvörðun um að ljósið sé sterkara en myrkrið.

Af hverju dreg ég son minn og uppeldisaðferðir inn í þetta samhengi? Vegna þess að ég hef ákveðið að ég þurfi að ræða við hann að fyrra bragði um stríð og frið, ást og hatur.

Að mér beri að gera það, sem foreldri.
Að ég verði að gera það.

Af hverju? Vegna þess að nú þegar hafa fjölmargir aðrir rætt málefni heimsins við hann, án þess að spyrja mig fyrst og án þess að hann hafi sjálfur gefið til þess sérstakt leyfi. Þar er ég að vísa í málflutning samfélagsins í heild sinni; þau óbeinu skilaboð haturs og réttlættrar hefndar sem berast okkur öllum, daglega.

Börn hafa ekki fullkominn skilning á heiminum, en þau eru næmari en við fullorðna fólkið. Þau skynja strauma og megindrætti í kringum sig, stundum á forsendum upplýsinga og stundum á forsendum tilfinninga. Og út frá þessum megindráttum draga þau ályktanir og nota þær til að skapa sér forsendur til að lifa eftir.

Hvaða skilaboð sendir samfélagið börnum (og okkur öllum)? Skilaboð friðar? Eða skilaboð réttlátrar reiði, hefndar, átaka, aðskilnaðar og ofbeldis? Teiknimyndir, barnamyndir og ævintýramyndir snúast mjög margar um baráttu góðs og ills, enda er sú barátta miðlæg í allri mannlegri tilvist – líka innra með hverri manneskju.

Börnin horfa, heyra og skynja öll átökin; hlusta á foreldra sína takast á, sjá bílstjóra rétta öðrum fingurinn og heyra fótboltaáhangendur öskra hatursfullar athugasemdir í átt að dómaranum og hinu liðinu.

Fréttir fjalla um átök og glæpi. Umfjöllun um stjórnmál hverfist í kringum persónuleg átök og skotgrafahernað og stjórnmálaleiðtogar vega hver annan í orðum og frösum eins og það sé hluti af starfslýsingu þeirra.

Skilaboðin frá samfélaginu eru þessi, í nokkrum stuttum punktum:

Ofbeldi er sjálfsagður hlutur.
Ofbeldi er mjög oft réttlætanlegt.
Ofbeldi á rétt á sér ef málstaðurinn er góður.
Ofbeldi á rétt á sér ef þinn málstaður er góður.

Hefnd er eðlilegt viðbragð við árás.

Í fjölmiðlum birtist kærleikurinn á tyllidögum og ögurstundum; kærleikur og ást birtast okkur sem síðasta fréttin í fréttatímanum – örstutt „human interest“ frétt um börn eða dýr, krúttleg neðanmálsgrein, aukaatriði.

Ég vil ekki að sonur minn líti á ofbeldi sem sjálfsagðan hlut. Ég vil ekki að hann fái næði til að trúa smátt og smátt á skilaboð samfélagsins – þess vegna trufla ég hann að fyrra bragði með því að tala um kærleika og frið. Ég tala við hann vegna þess að þar liggur mín ábyrgð.

Ég vil að sonur minn líti á kærleikann sem sjálfsagðan hlut; sem grunnafl og einu heilbrigðu grunnafstöðuna til lífsins.

***

Eftir hörmungar og áföll skiljum við öll yfirlýsinguna sem Stoltenberg hafði eftir Helle Gannestad:

„Ef einn maður getur sýnt af sér svona mikla illsku, hugsið ykkur þá hversu mikinn kærleik við getum skapað saman.“

Við skiljum þetta og erum algerlega sammála – á ögurstundinni þar sem einn hatursfullur maður hefur notað skipulagsgáfu og fjármuni til að deyða og meiða. En ögurstundir eru sem betur fer ekki algengar. Við horfumst ekki í augu við ómælda illsku á hverjum degi. En þess vegna gleymum við. Þess vegna förum við í gegnum dag eftir dag án þess að lifa sjálf eftir þessum kærleiksríka boðskap.

Við gleymum. Við látum smámuni lífsins valda okkur gremju, reiði, óróleika og andúð. Við förum í vörn gagnvart mökum og fjölskyldumeðlimum, vinum og kunningjum. Við aðgreinum okkur í huganum frá „öðrum“ og ýtum þannig undir sundrung og aðskilnað. Við gerum þetta öll upp að einhverju marki. Og við látum eins og það sé allt í lagi að bregðast við heiminum með andúð, með því að taka þátt í átökum. Samt skiljum við innst inni að það er bara stigsmunur á daglegri andúð og sjúklegu hatri eins og birtist í Noregi þann 22. júlí 2011.

Mjög mikill stigsmunur, en stigsmunur engu að síður, fremur en eðlismunur – vegna þess að allt hatur er tærandi og særandi.

Innst inni skiljum við að allt sem þarf er ást. Að fyrsta skrefið í átt að friði í heiminum er persónulegur friður og innri afstaða þar sem kærleikur er grunnaflið; ekki hefnd, gremja, reiði og aðskilnaður.

Tækifærið: Eftir Útey

Í þessu felst tækifærið. Eftir Útey. Eftir hvaða hörmungar sem er. Við höfum alltaf tækifæri til að bregðast við hatri með kærleik. Bæði eigin „léttvæga“ og daglega hatri og óskiljanlegu hatri sem deyðir og meiðir.

Við höfum alltaf tækifæri til að draga djúpt andann og skilja að kærleikur er grunnaflið í lífinu; að hatrið er blekking og afbökun, að hatrið er óheppilegur misskilningur.

Og síðast en ekki síst: Við höfum alltaf tækifæri til að ákveða að iðka og tala um kærleikann á hverjum degi; tala um hann við okkur sjálf, við vini og fjölskyldu, við börnin okkar.

Okkar hlutverk er að þora að mæta hatursfullum áróðri með kærleika, sama hvort hann birtist í fjölskylduboði eða á netinu. Okkur ber að tala um kærleikann á hverjum degi vegna þess að nógu margir aðrir eru tilbúnir til að segja okkur – í gegnum fjölmiðla, fréttir og neyslumenningu – að hatur sé eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt ástand.

Þetta er tækifærið: Ákvörðun um að muna. Eftir Útey. Eftir allt saman. Alltaf.
Ást og friður.
Ekki bara á tyllidögum. Ekki bara á ögurstundum.
Alltaf ást og friður.

Davíð A. Stefánsson

The Opportunity: After Utøya

By Uncategorized

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku og í enskri þýðingu Bjarnar Unnars Valssonar:

I don’t know much about Jens Stoltenberg. He is a Norwegian politician and I assume he’s no better or worse than his colleagues. But I would like to elaborate on a few words delivered by Stoltenberg during a memorial service, words which have circulated the web following the terrorist attacks on Oslo and Utøya.

The remarks were first made by Helle Gannestad, a young woman and a member of the Norwegian Labour Party, who followed the events of July 22nd through the media with horror and posted this clear-cut message on Twitter: “If one man can cause so much evil, imagine how much love we can create together.”

These are sharp words and important. Their importance is doubled by the way in which they are brought to the world – uttered by a politician, the elected leader of millions. Their importance is redoubled by the time of their utterance – in the wake of hateful and ignorant attacks against his people.

The weight of these words is redoubled again by the thought of what Stoltenberg might have said instead; which words many would have expected from a man of power, native to the antagonistic political arena.

What is the essence of these words and others similar, spoken by Stoltenberg? It is this:

Let’s use love to steer through this violence. Those who love will always outnumber and outweigh those who hate.

This message conveys a deep human kindness and it’s likely to inspire Norwegians with love and life at a time when feelings of hate and vengeance could come naturally.

”We will hunt them down,” said another leader of millions ten years ago. “And justice will prevail,” he added – right before he attacked two seperate countries in the name of justice, which has still not been done, much rather lost.

There is a great and significant difference between these two national leaders. One is driven by hate and vengeance, the other acts out of inspiration and love.

John Lennon, my son and you

“War is over – if you want it”

These are the words of John Lennon, another man who understood the power of love and the simplicity of finding peace. My eight year old son understands this as well. He understands Lennon’s declaration because I have explained it to him and because every day I do my best to practice love and peace.

Together, my son and I have watched the Imagine Peace Tower cast its simple and direct light of peace from the island of Viðey, we have discussed the idea behind the tower, discussed John Lennon’s and Yoko Ono’s message, discussed giving peace a chance, that peace is always within reach if you want to, that peace is a decision, that violence is never justified, that loving yourself and others is a decision – a very simple decision that light is stronger than darkness.

Why do I bring my son and my parenting into this context?

Because I have decided that I need to be pre-emptive and speak to him of war and peace, of love and hate. Because as a parent, that’s what I’m meant to do.

What I must do.

Why? Because the affairs of the world have already been brought to my son, without my permission and without his expressed consent. Here I refer to the dialogue of society as a whole; the indirect message of hate and justified retribution received by every one of us on a daily basis.

Children do not have a perfect understanding of the world, but their senses are more highly attuned than those of us adults. They sense the streams and currents which surround them, sometimes through information and sometimes through emotions and feelings. And from these currents they draw conclusions and create their own pretext on which to ground their lives.

What is the message society gives to children (and all of us)? A message of peace? Or a message of justified anger, revenge, conflict, seperation, and violence? Many cartoons, childrens’ films and adventures revolve around the battle of good and evil, as it is central to human existence – and each individual’s existence. The children see, hear and feel each conflict; hear their parents argue, see drivers extending rude gestures, and hear football crowds yell hateful words at the referee or members of the opposing team.

The news covers conflict and crime. Political coverage revolves around personal battles and trench warfare, where political leaders shoot at each other with words and phrases as though it were a part of their job description. Society’s message is this, in short:

Violence is a law of nature.
Violence is very often justifiable.
Violence is justified, for a good cause.
Violence is justified, if your cause is good.
Taking revenge is a natural response to an attack.

In the media, love is displayed on special occasions and in times of dire need; we see love and kindness as the last item of the news of the hour – a short “human interest” story on children or animals, a cute footnote, a minor detail.

I don’t want my son to take violence for granted. I will not stand by and let him gradually buy into society’s message – that is why I interrupt him pre-empively with talk of love and peace. I talk to him because that is my responsibility.

I want my son to take love for granted; as a primal force of life and the correct and healthy take on life.

***

In the aftermath of shock and catastrophe we all understand Helle Gannestad’s message, echoed by Stoltenberg:

“If one man can cause so much evil, imagine how much love we can create together.”

We understand these words and agree with them, wholeheartedly – we understand and agree at the moment of distress when one hateful human being has carefully planned and financed acts of murder and injury.

But extreme times of distress are uncommon, fortunately. It is not every day we are faced with an evil of this magnitude. But that is exactly why we forget. That is why

we don’t live by this message of love, day by day.

We forget. We allow ourselves to be frustrated, angered, upset and revolted by the smallest things. We get defensive towards our partners and family members, friends and acquaintances. In our minds we dissociate ourselves from “others” and thereby foster division and seperation. To some degree, we all do this. And we act as though it’s OK to react to the world around us with antipathy, to take part in conflict. Yet deep inside we understand that the difference between everyday antipathy and pathological hatred, as displayed in Norway on July 22nd 2011, is only a matter of degree.

The difference is quite large, but it’s still only a difference in magnitude and severity, rather than a difference in nature – because all forms of hatred erode and injure. At our core we understand that all you need is love. That the first step towards peace on Earth is personal peace, a stance driven by love, rather than revenge, frustration, anger and seperation.

The opportunity: After Utøya

This is the opportunity. After Utøya. After any catastrophe:

We always have an opportunity to react to hatred with love – our own “mundane” and daily hatred, as well as the unfathomable hatred which kills and injures others.

We always have an opportunity to take a deep breath and understand that love is the primal force of life; that hatred is a deception, a distortion of life, that hatred is an unfortunate misunderstanding.

And last but not least: We always have the opportunity to make the decision to practice and to talk about love every day; to talk about love with ourselves, with our friends and family and with our children.

Our role is to meet hateful propoganda with courage and love, whether it surfaces at a family gathering or in online discussion forums. Our duty is to talk about love every day because so many are willing to tell us – through media, news and our culture of consumption – that hate is normal and even necessary.

This is the opportunity: The decision to remember, the decision to be pre-emptive, for peace. After Utøya. After everything. Always.
Love and peace.
Not only on special occasions. Not just in times of distress.
Love and peace. Always.

Davíð A. Stefánsson

Opið hús á Menningarnótt

By Uncategorized

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum og gangandi frá 17-21.

Svangir og þyrstir gestir verða ekki sviknir af komunni í Friðarhús, þar sem rabbarbaragrautur og grænmetissúpa verða á boðstólum.

Hægt verður að skoða ýmis gögn úr fórum SHA, sýnd verða myndbönd o.fl.

Kveðja frá Nagasaki

By Uncategorized

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Nagasaki:

Í tilefni af árlegri kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík langar mig til að mæla nokkur friðarorð fyrir hönd fólksins í Nagasaki. Fyrst af öllu vil ég þakka íbúum Reykjavíkur innilega fyrir friðarathafnir og stuðning gegnum árin.

Kl. 11.02 þann 9. ágúst árið 1945 var Nagasaki eyðilögð með einni kjarnorkusprengju. 74 þúsund manns dóu samstundis í sprengingunni, 75 þúsund manns særðust og Nagasaki var lögð í rúst. Þeir sem sluppu lifandi fengu hræðileg líkamleg og sálræn sár sem geislunin í kjölfar sprengingarinnar olli. Margir þjást enn í dag, 66 árum síðar.

Margt fólk fórst í jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni sem fylgdi honum í Austur-Japan. Vegna skemmdanna sem urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima Nr. 1 hafa flestir íbúar svæðisins neyðst til að flýja heimili sín vegna geislavirkni. Hjarta mitt engist vegna þeirra dýrmætu lífa sem glötuðust og áframhaldandi ógnar frá geislavirkni.

Ég vona að Kertafleytingin verði til þess að Íslendingar dýpki skilning sinn á þeirri ómanneskjulegu ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og hjálpi til við að byggja heim án kjarnorkuvopna. Heim eilífs friðar.

Að lokum langar mig að skila mínum bestu óskum um að þessi samkoma takist sem best og að fólkið sem safnast hefur saman hér í dag muni njóta góðrar heilsu og hamingju.

Tomihisa Taue
Borgarstjórinn í Nagasaki

Kveðja frá Hiroshima

By Uncategorized

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Hiroshima:

Það er mikill heiður að fá að senda hamingjuóskir vegna kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík.

6. ágúst, 1945, breytti kjarnorkusprengja Hiroshima í ösku og þurrkaði út tugþúsundir dýrmætra lífa. Sársaukinn sem íbúar Hiroshimo urðu fyrir er einfaldlega ólýsanlegur – ástkær heimabær þeirra var þurrkaður út, fjölskylda og vinir týnd að eilífu.

Mörg fórnarlambanna (hibakushu) eru að eldast og mörg þeirra þjást enn af völdum geislavirkni. Ég er staðráðinn í því að koma lífsreynslu þeirra og þrá eftir friði til kynslóða framtíðarinnar. Von mín er sú að þessi sterka þrá breiðist út um allan heim. Ég er sannfærður um að skilaboð hibakushu muni á endanum leiða til þess að heitasta ósk þeirra rætist, sem er eyðing allra kjarnorkuvopna.

Til að ná þessu takmarki hefur Hiroshima borg, ásamt rúmlega 4.800 borgum sem eru aðilar að samtökunum Borgarstjórar fylgjandi friði (Mayors for Peace), ýtt af stað 2020 Vision herferðinni sem berst fyrir eyðingu allra kjarnorkuvopna fyrir 2020. Eftir sprenginguna var talið að ekkert myndi þrífast í Hiroshima í 75 ár. Árið 2020 verða liðin 75 ár frá því sprengjan féll.

Ég kanna nú möguleikana á því að bjóða heim ráðstefnu um kjarnorkuvá árið 2015 þar sem farið verður yfir þá ógn sem stafar af kjarnavopnum. Á þessari ráðstefnu myndu þjóðarleiðtogar og sendiherrar frá öllum þjóðríkjum heims, þar á meðal frá þeim ríkjum sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, koma saman í Hiroshima. Ég vil að þjóðarleiðtogar og milljónir manna frá öllum heiminum komi til Hiroshima og skynji sorglega minningu um atómsprenginguna sem þar er enn ljóslifandi. Ég vil að allir skilji þá hræðilegu afleiðingu sem beiting kjarnavopna hefur á fólk og um leið vil ég uppfylla óskir fórnarlamba sprengjunnar.

Ég vil biðja ykkur um að gera ósk Hiroshima að ykkar eigin. Vinsamlega styðjið Borgarstjóra fylgjandi friði og 2020 Vision herferðina og vinnið með okkur að varanlegum heimsfriði fyrir allt mannkynið.

Að lokum óska ég þess að kertafleytingin við Tjörnina í Reykjavík takist vel.

Matsui Kazumi
Borgarstjóri í Hiroshima & forseti Mayors for Peace

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

By Uncategorized

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30. Þar mun borgarstjórinn í Reykjavík Jón Gnarr flytja ávarp og kveðjur frá borgarstjóranum í Nagasakí Tomihisa Taue. Kristján Hans Óskarsson leikari flytur ljóðið Klukkurnar í Nagasakí. Fundarstjóri verður Auður Lilja Erlingsdóttir framkvæmdastýra. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.

* * *

Á Akureyri verður kertafleyting fimmtudagskvöldið 11. ágúst. kl. 22:30 við Minjasafnstjörnina. Kertum hefur verið fleytt á Akureyri frá 1998. Ávarpið að þessu sinni flytur Áki Sebastian Frostason.

Kertafleytingar á fjórum stöðum

By Uncategorized

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfu sína um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Um er að ræða hefð sem upprunin er í Japan, en kertafleytingar af þessu tagi fara fram víða um lönd í ágúst ár hvert.

Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu. Tvær kertafleytingar verða laugardagskvöldið 6.ágúst á Egilstöðum og Seyðisfirði en þriðjudagskvöldið 9. ágúst fleyta friðarsinnar á Akureyri og í Reykjavík kertum.

* * *
Laugardaginn 6. ágúst kl. 22:30 verður kertum fleytt við Lómatjörn á Egilsstöðum og á Seyðisfirði við lónið. Ljóð eftir Sigurður Ingólfsson menntaskólakennara verður flutt samtímis á báðum stöðum. Bæði íbúar og allir sem eru á ferð fyrir austan eru hvattir til að mæta og sýna samstöðu gegn stríði og fordómum. Seld verða kerti á staðnum.

* * *

Í Reykjavík verður kertafleytingin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30. Þar mun borgarstjórinn í Reykjavík Jón Gnarr flytja ávarp og kveðjur frá borgarstjóranum í Nagasakí Tomihisa Taue. Kristján Hans Óskarsson leikari flytur ljóðið Klukkurnar í Nagasakí. Fundarstjóri verður Auður Lilja Erlingsdóttir framkvæmdastýra. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.

Kertafleytingin í Reykjavík er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa.

* * *

Á Akureyri efnir Samstarfshópur um frið til kertafleytingar þriðjudagskvöldið 9.ágúst við Minjasafnstjörnina. Kertum hefur verið fleytt á Akureyri frá 1998.