Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg og Berlin liggja við Skarfabakka og Reinland Pfalz við Sundabakka. Almenningi er boðið að skoða skipin á laugardag og sunnudag kl. 13-16.

Hópur friðarsinna hyggst þiggja þetta boð á sinn hátt kl. 14 á laugardag. Þeir munu safnast saman við Skarfabakka kl. 13:30. Friðarsinnar, fjölmennum!