Monthly Archives

February 2011

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

By Uncategorized

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20. Myndin, sem er margverðlaunuð, rekur einkum upphaf og fyrstu misserisins stríðsins í Írak.

Myndin er 104 mínútur og á ensku.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina,

Matseðill:

* Gufusoðin ýsa, krydduð með soja og engifer á kínverska vísu,
* Kjúklingabauna-pottréttur með mangochutney,
* Hrísgrjón og salat,
* Pavloa með ávöxtum og kaffi

Verð kr. 1500. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir.

Armadillo í Friðarhúsi

By Uncategorized

Á síðasta ári var danska heimildarmyndin Armadillo frumsýnd, en hún fjallar um danskan herflokk í Afganistan. Myndin hafði gríðarleg áhrif í Danmörku og ýtti undir umræður um þátttöku Dana í stríðsrekstrinum. Hún hefur einnig hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna.

Armadillo verður sýnd í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 16. febrúar kl. 20:30. Sýningartími er 100 mínútur. Myndin er með dönsku tali en enskum texta. Allir velkomnir.

Norðmenn og vopnasalan

By Uncategorized

Steinunn Rögnvaldsdóttir, fv. miðnefndarkona í Samtökum hernaðarandstæðinga er um þessar mundir við nám í Noregi. Hún birtir á vefritinu Smugunni stóráhugaverða grein um vopnasölu og vopnaiðnað Norðmanna. Óhætt er að hvetja áhugafólk um vígbúnaðarmál til að kynna sér efni þessa pistils.