Monthly Archives

October 2010

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

By Uncategorized

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn frá því í fyrra þar sem rauðrófusúpa Guðrúnar Bóasdóttur (Systu) sló í gegn og kláraðist. Matseðillinn verður á þessa leið:

* Rauðrófusúpa (Bortsj) með kjötsnúðum
* Tortilla (spænsk kartöflueggjakaka)
* Kaffi og súkkulaðikaka(með rauðrófum)

Sá gamalkunni herstöðvaandstæðingur Kristján Guðlaugsson mætir, tekur lagið og segir frá.

Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir. Verð kr. 1.500.

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

By Uncategorized

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að samtökunum Mayors for Peace, sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna í veröldinni.

Við í Samtökum hernaðarandstæðinga fögnum þessum fregnum sérstaklega, enda langt síðan við hvöttum Reykjavíkurborg til þess að stíga þetta skref.

Það var á árinu 2000 sem Sverrir Jakobsson og Einar Ólafsson, þá formaður og ritari SHA, gengu á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Með í för höfðu þeir kynningarefni um samtökin sem snarað hafði verið á íslensku ásamt leiðbeiningum um hvað í aðildinni fælist. Borgarstjóri tók ágætlega í hugmyndina, en málið sofnaði í borgarkerfinu og náði því ekki fram að ganga.

Betur gekk þó með hitt aðalerindi fundarins, þar sem SHA hvöttu til þess að Reykjavíkurborg yrði friðlýst fyrir geymslu og umferð kjarnorkuvopna. Náði það fljótlega fram að ganga og var samþykkt í borgarstjórn með öllum greiddum atkvæðum nema einu.

En nú, tíu árum síðar hefur þetta gamla baráttumál SHA náð fram að ganga. Því ber að fagna.

Stefán Pálsson

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

By Uncategorized

How long does ‘Post-War’ last for Women? Some Feminist Clues

Næstkomandi fimmtudag, 14. október, flytur dr. Cynthia Enloe, alþjóðastjórnmálafræðingur og rannsóknaprófessor við Clark háskóla í Bandaríkjunum, fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands, kl. 16.00 – 17.30.

Dr. Enloe er heimsþekkt fyrir femíníska greiningu sína á hervæðingu, stríðum, stjórnmálum og hnattvæðingu efnahagskerfa og hefur stundað rannsóknir í Írak, Afganistan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Filippseyjum, Kanada, Chile og Tyrklandi. Í fyrirlestrinum mun dr. Enloe fjalla um hvernig afleiðingar styrjalda virka áfram löngu eftir að friðarsamningar hafaverið undirritaðir og hva áhrif þær hafa á konur. Fyrirlesturinn er á ensku. Sjá nánar á vef Háskóla Íslands.

Heimildamyndin Miðnesheiði

Næstkomandi mánudagskvöld, 18. október, verður svo kvikmyndasýning í Friðarhúsi. Sýnd verður heimildamyndin Miðnesheiði eftir Sigurð Snæberg Jónsson frá árinu 1987.

Mynd þessi var í sumar sýnd sem hluti af sögusýningu SHA í Þjóðarbókhlöðunni, en nú gefst söguáhugamönnum færi á að sjá hana í betra næði. Sýning hefst kl. 20.