Monthly Archives

March 2008

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

By Uncategorized

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning:

Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja og þaka þátt í alþjóðadegi til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttindum og hittast fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29, kl 17:00.

Alþjóðaaðgerðadagurinn til stuðnings Tíbet er haldinn til að vekja athygli á að nærri 1,5 miljón manna hafa skráð nöfn sín á lista Avaaz Tibet petition, sem kallar á hófsemi í aðgerðum, að mannréttindi séu virt og að kínversk yfirvöld hefji samræður við Dalai Lama.

Samskonar aðgerðir verða haldnar um heim allan og kínverskum yfirvöldum afhentur þessi listi á táknrænan máta,

Eftir stutt stopp við kínverska sendiráðið verður gengið saman að Alþingi þar sem að opið bréf verður afhent til Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra.

Í bréfinu verða eftirfarandi spurningar;

1. Er rétt að fórna mannréttindum fyrir viðskiptahagsmuni. Styðjið þið það?

2. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera til að hjálpa Tíbetum í þeirra baráttu fyrir mannréttindum?

Sama bréf verður síðan sent á alla alþingismenn allra flokka, þar sem þeir eru hvattir til að svara þessum spurningum samviskusamlega og svör þeirra verða svo birt á netinu.

Það hefur ríkt mikil þögn hérlendis meðal ráðamanna og enginn flokkur tekið skýra afstöðu með málstað Tíbeta. Við köllum eftir þverpólitískum stuðningi gagnvart baráttu þeirra og að íslenskir ráðamenn hvetji kínversk yfirvöld til að hefja samræður við Dalai Lama nú þegar.

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

By Uncategorized

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra stjórnvalda um að koma þar upp bandarískri herstöð í tengslum við hið umdeilda gagneldflaugakerfi sem Bandaríkin eru að koma sér upp. Öflug hreyfing hefur myndast gegn þessum áformum og margar sveitarstjórnir á því svæði, þar sem herstöðinni er ætlaður staður, hafa ályktað gegn henni. Brýnt er að andstæðingar þessara áforma í Tékklandi fái sem víðtækastan stuðning.

Húmanistahreyfingin í Tékklandi hefur nú hafið hafið söfnun undirskrifta gegn þessum áformum og er hægt að skrá sig rafrænt á vefsíðinni

http://petice.nenasili.cz/?lang=en

Sjá líka CommonDreams.org.

Lasagne & grænmetisréttur

By Uncategorized

Systa eldarFjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars.

Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir reiðir fram grænmetisrétt.

Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Verð kr. 1.500.

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

By Uncategorized

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja.

Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki standa að þessu frumvarpi. Flutningsmenn eru Steingrímur J. Sigfússon, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Guðjón A. Kristjánsson, Guðni Ágústsson, Huld Aðalbjarnardóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Þetta frumvarp er nú flutt á Alþingi í áttunda sinn. Fyrst var það flutt árið 1987 en síðast árið 2000. Frumvarpið er nú óbreytt frá því það var flutt síðast að því undanskildu að nú nær það ekki til efnavopna, enda hafa Íslendingar nú fullgilt samning um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra sem, eins og nafnið gefur til kynna, felur í sér allar þær skuldbindingar sem friðlýsing landsins fyrir efnavopnum felur í sér.

Áður en fyrst var flutt frumvarp til laga um þetta efni höfðu fjórum sinnum verið fluttar um það þingsályktunartillögur, fyrst árið 1976.

Þetta mál hefur alltaf notið víðtæks stuðnings á Alþingi og hafa þingmenn allra flokka, sem ekki hafa verið því skammlífari, einhvern tíma verið meðflutningsmenn, en frá því það var fyrst sett fram í frumvarpi hefur Steingrímur J. Sigfússon mælt fyrir því.

Frumvarpið má nálgast á vef Alþingis ásamt greinargerð og fylgiskjölum.

Þingsályktunartillögur og frumvörp um friðlýsingu íslands fyrir kJarnorkuvopnum:

Þingsályktunartillögur
97. löggjafarþing 1976
100. löggjafarþing 1978
102. löggjafarþing 1980
107. löggjafarþing 1984

Frumvörp
109. löggjafarþing 1987
115. löggjafarþing 1991
120. löggjafarþing 1996
121. löggjafarþing 1996
122. löggjafarþing 1997
123. löggjafarþing 1998
125. löggjafarþing 2000
135. löggjafarþing 2008