Monthly Archives

January 2007

Toggi spilar í Friðarhúsi

By Uncategorized

ToggiTónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur lög. Toggi er fæddur árið 1979, en sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu – Puppy – á síðasta ári. Fékk hún afar góðar viðtökur og nokkur laga hennar talsverða spilun í útvarpi. Var hún meðal annars valin 6. besta plata ársins á Rás 2.

Áhugasömum er bent á heimasíðu tónlistarmannsins.

Dagskráin á fimmtudagskvölið hefst kl. 20.

Opið hús hjá SHA

By Uncategorized

427175377EUHtYW phSamtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið 1. febrúar kl. 20.

Á samkomunni verður starfsemi SHA kynnt. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur og róttæklingur flytur tölu og tónlistarmaðurinn Toggi spilar nokkur lög. Skrafað fram eftir kvöldi.

Samkoman er einkum ætluð nýjum félagsmönnum, þeim sem eru í yngri kantinum eða öðrum þeim sem kunna að hafa áhuga á að ganga til liðs við samtökin. Allir er þó hjartanlega velkomnir. Heitt á könnunni.

Til hamingju Skagabyggð

By Uncategorized

SkagabyggdSkagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í hóp þeirra íslensku sveitarfélaga sem samþykkt hafa friðlýsingu fyrir geymslu og umferð kjarnorku-, sýkla- og efnavopna. Þar með hafa öll sveitarfélög í Norðvesturkjördæmi gert slíkar samþykktir og ber að fagna því.

Þetta eru uppörvandi fréttir fyrir Samtök hernaðarandstæðinga, en árið 1999 hóf SHA baráttu fyrir því að íslensk sveitarfélög samþykktu friðlýsingu af þessu tagi. Einungis níu sveitarfélög standa eftir, en þar af eru fimm á Suðurnesjum. Tregða sveitarstjórnarmanna suður með sjó til að leggja með þessum hætti lóð sín á vogarskálar friðar og afvopnunar er torskilin.